HAM og einhverfa

HAM og einhverfa
HAM hentar ekki öllum!

HAM stendur fyrir „hugræn atferlismeðferð“ og á ensku CBT sem stendur fyrir „cognitive behavioral therapy“. Hugræn atferlismeðferð er mjög mikið notuð í geðheilbrigðiskerfinu, þar á meðal á Landspítalanum, á heilsugæslustöðvum, í geðheilsuteymum, í VIRK og á mörgum fleiri stöðum. Sjálf hef ég farið á nokkur HAM námskeið og í HAM meðferð í einkatíma. En staðreyndin er sú að hugræn atferlismeðferð hentar alls ekki öllum þó hún henti mörgum.

Ég vil taka fram að ég er ekki á móti HAM sem meðferð (fyrir óeinhverfa), því HAM virðist hjálpað mörgum.

Ég hef oft upplifað eins og HAM sé það eina sem er í boði, en ef það er eitthvað annað í boði líka þá er samt alltaf byrjað á HAM. Það versta er samt að ég man ekki eftir því að neinn hafi minnst á það að hugræn atferlismeðferð virki kannski ekki fyrir alla. Þar af leiðandi þá túlkaði einhverfi heilinn minn hlutina þannig að HAM myndi virka fyrir alla.

Á þessum HAM námskeiðum hef ég lagt mikið á mig til að reyna að tileinka mér aðferðirnar og skilja þær, en í lokinn kom alltaf þessi spurning „af hverju er þetta ekki að virka hjá mér?“ og ég var eiginlega með meiri flækjur og flóknari eftir HAM, heldur en ég var með áður en ég byrjaði. Ég var samt ekki að segja neinum frá þessu því ég hélt þetta væri bara mér að kenna þar sem ég hefði ekki lagt nógu hart að mér. Skilaboðin sem ég fékk frá leiðbeinendum og öðrum var að þessi aðferð virkaði fyrir alla og mér fannst hún virka á alla hina sem voru á námskeiðinu. Það var því augljóst að ég væri vandamálið, að ég gerði ekki nógu vel eða ég væri á einhvern hátt gölluð. Í stað þess að hjálpa mér þá gerði HAM bara illt verra og ég skildi ekki af hverju, þannig að ég faldi það út af skömm.

Hvers vegna HAM hentar ekki einhverfum

Þetta myndband hjálpaði mér hins vegar að skilja þetta og sagði mér að hugræn atferlismeðferð hentar ekki öllum.

Ég tel að það sé afar mikilvægt að koma því áleiðis til meðferðaraðila að hugræn atferlismeðferð sé ekki fyrir alla og geti verið jafn skaðleg fyrir einhverfa eins hún gagnleg fyrir aðra. Það sé ekki bara hægt að setja alla undir sama hatt því horfa þurfi á hver einstaklingurinn er.

Ef þú vilt kynna þér HAM þá má meðal annars finna upplýsingar inn á Heilsuveru og á Vísindavefnum.

Viltu fá tilkynningar um nýjar færslur?

Skráð netfangið þitt hér og þú færð sendan tölupóst þegar nýjar færslur bætast inn á síðuna.

Tilkynningar eru sendar u.þ.b. 1-2 í mánuði en ekki þegar hver stök færsla kemur inn.

Takk fyrir skráninguna

Þú færð sendan tölvupóst þar sem þú þarft að staðfesta netfangið þitt.

ATH! pósturinn getur lent í ruslpósti.

Yfirlit
Einhverf panda

Þessi vefsíða notar vafrakökur svo að hægt sé að veita þér betri upplifun á vefsíðunni. Upplýsingar um vafrakökur eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðuna og hjálpa vefsíðunni að skilja hvaða hlutar vefsíðunnar þér finnst áhugaverðastir og gagnlegastir.

Nauðsynlegar vafrakökur

Nauðsynlegt vafraköku ætti að vera virkt á öllum tímum svo að við getum vistað stillingar þínar fyrir vafrakökur.