?????
Mikið tilfinningalegt spurningaflóð hringsnýst í kollinum á manni eftir að hafa móttekið pappírana sem staðfesta einhverfugreininguna.
- Má ég núna vera einhverf?
- Ég er komin með pappíra sem staðfesta það.
- Má ég núna vera skrítin, öðruvísi og furðuleg?
- Ég er einhverf.
- Tekurðu núna mark á mér?
- Eða tekurðu kannski bara minna mark á mér af því að ég er einhverf?
- Er ég orðin minni manneskja af því að einhverfir eru svo furðulegir?
- Er ég minni manneskja núna af því að læknisfræðin skilgreinir einhverfu sem fötlun?
- Sérðu styrkleikana í einhverfunni?
- Eða finnst þér bara óþægilegt að ég sé öðruvísi og að ég sé einhverf?
- Viltu hjálpa mér að vera ég?
- Eða viltu frekar reyna að laga mig eða breyta mér þannig að einhverfan sé minna áberandi útá við?
- Ég get ýmislegt sem ég tek mér fyrir hendur og hef áhuga á.
- En það er svo miklu erfiðara ef ég þarf alltaf að einbeita mér að því að vera ekki skrítin, að vera alltaf með grímu til að passa betur inn í normal boxið sem er ekki hannað fyrir einhverfa.
Þetta eru spurningar sem brenna ekki bara á mér heldur á svo mörgum sem uppgötva á fullorðins árum að þeir eru einhverfir.
Hugmyndin að þessum texta er í grunninn kominn frá konu sem setti hann inn á facebook grúbbu fyrir einhverfar konur, en ég hef aðlagað hann út frá mér.