Tilfinningalegt spurningaflóð eftir staðfestingu á einhverfu

?????

Mikið tilfinningalegt spurningaflóð hringsnýst í kollinum á manni eftir að hafa móttekið pappírana sem staðfesta einhverfugreininguna.

  • Má ég núna vera einhverf?
    • Ég er komin með pappíra sem staðfesta það.

 

  • Má ég núna vera skrítin, öðruvísi og furðuleg?
    • Ég er einhverf.

 

  • Tekurðu núna mark á mér?
    • Eða tekurðu kannski bara minna mark á mér af því að ég er einhverf?
    • Er ég orðin minni manneskja af því að einhverfir eru svo furðulegir?
    • Er ég minni manneskja núna af því að læknisfræðin skilgreinir einhverfu sem fötlun?

 

  • Sérðu styrkleikana í einhverfunni?
    • Eða finnst þér bara óþægilegt að ég sé öðruvísi og að ég sé einhverf?

 

  • Viltu hjálpa mér að vera ég?
    • Eða viltu frekar reyna að laga mig eða breyta mér þannig að einhverfan sé minna áberandi útá við?

 

  • Ég get ýmislegt sem ég tek mér fyrir hendur og hef áhuga á.
    • En það er svo miklu erfiðara ef ég þarf alltaf að einbeita mér að því að vera ekki skrítin, að vera alltaf með grímu til að passa betur inn í normal boxið sem er ekki hannað fyrir einhverfa.

 

Þetta eru spurningar sem brenna ekki bara á mér heldur á svo mörgum sem uppgötva á fullorðins árum að þeir eru einhverfir.

 

Hugmyndin að þessum texta er í grunninn kominn frá konu sem setti hann inn á facebook grúbbu fyrir einhverfar konur, en ég hef aðlagað hann út frá mér.

Viltu fá tilkynningar um nýjar færslur?

Skráð netfangið þitt hér og þú færð sendan tölupóst þegar nýjar færslur bætast inn á síðuna.

Tilkynningar eru sendar u.þ.b. 1-2 í mánuði en ekki þegar hver stök færsla kemur inn.

Takk fyrir skráninguna

Þú færð sendan tölvupóst þar sem þú þarft að staðfesta netfangið þitt.

ATH! pósturinn getur lent í ruslpósti.

Yfirlit
Einhverf panda

Þessi vefsíða notar vafrakökur svo að hægt sé að veita þér betri upplifun á vefsíðunni. Upplýsingar um vafrakökur eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðuna og hjálpa vefsíðunni að skilja hvaða hlutar vefsíðunnar þér finnst áhugaverðastir og gagnlegastir.

Nauðsynlegar vafrakökur

Nauðsynlegt vafraköku ætti að vera virkt á öllum tímum svo að við getum vistað stillingar þínar fyrir vafrakökur.