Meira um einhverfu burnout

Útbrunnin einhverfa
Áhugavert myndband um einhverfu burnout

Hér er áhugavert myndband þar sem rætt er á djúpan hátt um einhverfu burnout. Einnig fara þau í atriði sem eru viðkvæm.

Það sem mér finnst kannski helst vanta þarna inn í, varðandi muninn á hefðbundnu burnouti og einhverfu burnouti, að það er ekki hægt að taka sér frí frá áreitinu. Sá sem fer í burnout út af vinnu getur tekið sér frí frá vinnunni til þess að ná bata og þegar byrjað er að vinna aftur þá er hægt að byrja rólega, t.d. í 30% vinnu. Þetta er ekki hægt þegar það er lífið sjálft sem orsakar burnoutið, það er ekki hægt að taka sér frí frá lífinu á meðan maður nær bata og koma svo smátt og smátt aftur inn í lífið aftur.

 

Grímur og burnout

Hér fjallar Brett um hvernig grímunotkun spilar inn í burnout, „How Hiding Your True Self Leads to Exhaustion“. Dæmin sem hann tekur þarna um sína grímunotkun eru eiginlega nákvæmlega eins og þetta er hjá mér. Það er næstum því ógnvekjandi að heyra einhvern annan lýsa svona nákvæmlega, því sem gerist inn í hausnum á mér, en á sama tíma er gott að heyra þetta því þá er ég ekki eins ein.

 

ABO – Autistic Burnout construct

ABO er örstutt skimun fyrir einhverfu burnout fyrir fullorðna (16 ára og eldri). Inniheldur 8 staðhæfingar og tekur innan við 5 mínútur. Þessi skimun er gerð í gegnum netið og er frí. Það þarf hvorki að stofna aðgang né gefa upp netfang. Þarna er á einfaldan hátt hægt að kanna hvort einstaklingur sé hugsanlega í einhverfu burnouti.

Niðurstöður eru á bilinu: 6 – 48 stig.
Allt umfram 32 stig eru merki um einhverfu burnout.

Ég fékk 48 stig.

Þessi niðurstaða segir mér að ég er ennþá á þessum stað, í einhverfu burnouti.

Viltu fá tilkynningar um nýjar færslur?

Skráð netfangið þitt hér og þú færð sendan tölupóst þegar nýjar færslur bætast inn á síðuna.

Tilkynningar eru sendar u.þ.b. 1-2 í mánuði en ekki þegar hver stök færsla kemur inn.

Takk fyrir skráninguna

Þú færð sendan tölvupóst þar sem þú þarft að staðfesta netfangið þitt.

ATH! pósturinn getur lent í ruslpósti.

Yfirlit
Einhverf panda

Þessi vefsíða notar vafrakökur svo að hægt sé að veita þér betri upplifun á vefsíðunni. Upplýsingar um vafrakökur eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðuna og hjálpa vefsíðunni að skilja hvaða hlutar vefsíðunnar þér finnst áhugaverðastir og gagnlegastir.

Nauðsynlegar vafrakökur

Nauðsynlegt vafraköku ætti að vera virkt á öllum tímum svo að við getum vistað stillingar þínar fyrir vafrakökur.