Myndi ég vilja vera ekki einhverf?

Svifflugvél
Ég hef velt því fyrir mér hvort ég myndi vilja vera ekki einhverf

En ég held að svarið sé að ég vil bara vera eins og ég er, að ég vilji bara vera einhverf.

Þrátt fyrir allt sem ég glími við þá myndi ég í raun ekki vilja vera eitthvað annað en ég er. Ég þekki ekkert annað en að vera einhverf og með ADHD heila og tilhugsunin um að vera með öðruvísi stýrikerfi í hausnum á mér er mjög óhugnanleg, því þá væri ég ekki raunverulega ég.

Mér finnst líka vera margir kostir við það að vera einhverf, jafnvel þó að ég passi ekki alveg inn í þennan neurotypical heim. Ég get t.d. ekki ímyndað mér hvernig lífið væri án allra hugmyndanna minna, eða hvernig ég ætti að geta framkvæmt eitthvað án þess að hafa heila sem vill finna lausnir á öllu.

Að vera einhverfa ég er rétt fyrir mig

Þó svo að ég hafi allt mitt líf verið að reyna að vera „venjuleg“ þá held ég að ég hafi samt alltaf viljað fá að vera ég eins og ég er. Ég held ég hafi ekki verið að reyna að vera „venjuleg“ í þeim tilgangi að vera ekki ég, heldur hafi tilgangurinn verið sá að ég vild ekki skera mig út úr því það var hættulegt. Ég vildi ekki að það væri gert grín að mér eða að fólki fyndist ég furðuleg.

Það er bæði erfitt og sárt þegar einhver rengir það sem maður er að upplifa, sérstaklega þegar maður er að leyfa sér að þora að segja frá sinni upplifun. Það er líka afar sárt að vera flokkaður sem félagsskítur fyrir það að finnast óþægilegt að taka þátt í einhverju sem öllum öðrum virðist finnast skemmtilegt.

Svifflug

Þegar ég var steggjuð þá fór ég í svifflug og er það eitt af því geggjaðasta sem ég hef prófað. Svifflugvélin var bara með pláss fyrir mig og flugmanninn, með langa vængi og engan mótor. Vélin var dregin upp í loftið og svo sleppt, síðan svifum við um, fórum í dýfur og hringi og það var allt við þetta sem mér fannst æðislegt. Hræðsla var eitthvað sem var ekki til staðar en adrenalínið var á fullu, ég upplifði þetta bara sem skemmtun og dýfurnar og hringirnir voru skemmtilegastir.

Þegar ég hef sagt frá þessu svifflugi þá hef ég oftar en ekki fengið að heyra frá öðrum að þeir myndu aldrei þora þessu. Það að aðrir upplifi eitthvað sem hættulegt en ég upplifi sem skemmtun, gefur það mér þá leyfir til að gera lítið úr öðrum eða kalla þá einstaklinga einhverjum neikvæðum eða ljótum nöfnum? Eða væri rétt að ég myndi pína einhvern (sem er lofthræddur) að fara í svifflug og gera þá kröfu að þessum aðila yrði að finnst þetta skemmtilegt?

Af hverju á mér þá að finnast gaman í aðstæðum sem mér líður illa í og af hverju er í lagi að gera lítið úr mínum upplifunum eða rengja þær, bara af því að þær eru óvenjulegar. Mínar upplifanir eru raunverulegar fyrir mig.

Ég held að ástæðan fyrir því hversu skemmtilegt mér fannst svifflugið og hvernig ég naut þess, sé að stórum hluta af því að ég er einhverf og það hvernig ég upplifi heiminn.

Af hverju?

Annað sem mér finnst vera kostur við einhverfuna er að mig langar (eða ég þarf) alltaf að vita af hverju eitthvað er eins og það er. Það er alveg líka galli, á þann hátt að ég á erfitt með að skilja hluti ef ég veit ekki „af hverju“ eitthvað er eins og það er. Stundum á ég líka erfitt með að höndla eitthvað ef ég veit ekki ástæðuna á bak við.

Samt held ég að það sé meiri kostur en galli, því þetta gerir mig forvitna og hvetur mig til þess að leita mér upplýsinga og fræðast um ýmsa hluti, sem geta jafnvel verið furðulegir.

Viltu fá tilkynningar um nýjar færslur?

Skráð netfangið þitt hér og þú færð sendan tölupóst þegar nýjar færslur bætast inn á síðuna.

Tilkynningar eru sendar u.þ.b. 1-2 í mánuði en ekki þegar hver stök færsla kemur inn.

Takk fyrir skráninguna

Þú færð sendan tölvupóst þar sem þú þarft að staðfesta netfangið þitt.

ATH! pósturinn getur lent í ruslpósti.

Yfirlit
Einhverf panda

Þessi vefsíða notar vafrakökur svo að hægt sé að veita þér betri upplifun á vefsíðunni. Upplýsingar um vafrakökur eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðuna og hjálpa vefsíðunni að skilja hvaða hlutar vefsíðunnar þér finnst áhugaverðastir og gagnlegastir.

Nauðsynlegar vafrakökur

Nauðsynlegt vafraköku ætti að vera virkt á öllum tímum svo að við getum vistað stillingar þínar fyrir vafrakökur.