Að koma út úr skápnum

Inside Our Autistic Minds
Opinberun

Ég verð að byrja á því að segja að mér finnst erfitt að nota þessi orð því mér finnst eins og ég sé að taka þau frá einhverjum öðrum með því að nota þau, en á sama tíma eru þessi orð bara lýsing fyrir það að opinbera eitthvað fyrir „umheiminum“ sem maður hefur verið að fela og fundist eins og maður þurfi að fela það af því það er á einhvern hátt til skammar, lítillækkandi, niðurlægjandi og svo framvegis.

En burt séð frá því þá kom ég út úr einhverfuskápnum í dag með því að „opinbera“ það að ég sé einhverf, ég sem sagt setti inn á facebook eftirfarandi status í morgun:

Aðdragandinn er sem sagt seinni hluti þáttarins „Skyggnst inn í einhverfuhag“ sem sýndur var á rúv í gær. Það allra besta við þennan þátt er að þáttarstjórnandinn er sjálfur einhverfur að gera þátt um einhverfu, en ekki bara einhver aðili að gera þátt um það sem hann hefur aldrei upplifað sjálfur. Þarna er gígantískur munur á því þegar óeinhverf manneskja fjallar um einhverfu því sú manneskja hefur ekki upplifað það að vera einhverf og getur því bara lýst því hvernig hún „sér“ einhverfu hjá öðrum.

„Inside Our Autistic Minds“

Ég mæli algjörlega með því að kíkja á þessa þætti. Hér er linkur í fyrri hlutann og hér er linkur í seinni hlutann. Þessir þættir verða aðgengilegir á heimasíðu rúv til 12. desember 2025.

Í byrjuninni á seinni hlutanum þá er þáttarstjórnandinn að segja frá sinni upplifun af því að flytja bókasafnið sitt. Þarna á einhvern hátt tengdi ég svo rosalega sterkt við það sem hann var að lýsa, ekki það að ég eigi bókasafn sem ég hafi flutt heldur þessa tilfinningu að þegar sá „hlutur“ sem veitir öryggistilfinningu er í lamasessi þá orsakar það panik og maður veit ekki hvernig maður á að koma þessum tiltekna „hlut“ aftur í réttar skorður og allt verður því yfirþyrmandi. En þarna var hann að lýsa þessu svona vel en á sama tíma var hann ekki að skammast sín fyrir þessa upplifun sína og mig langar að komast þangað.

Dagurinn er búinn að vera þvílíkur tilfinningarússíbani og taugakerfið mitt er örmagna.

Ég held samt að þetta hafi verið rétti dagurinn fyrir þetta því í dag er föstudagurinn 13. og einhverra hluta vegna hefur mér alltaf fundist sá dagur vera spennandi, en það er samt bara tilviljun að það sé dagurinn í dag.

Viltu fá tilkynningar um nýjar færslur?

Skráð netfangið þitt hér og þú færð sendan tölupóst þegar nýjar færslur bætast inn á síðuna.

Tilkynningar eru sendar u.þ.b. 1-2 í mánuði en ekki þegar hver stök færsla kemur inn.

Takk fyrir skráninguna

Þú færð sendan tölvupóst þar sem þú þarft að staðfesta netfangið þitt.

ATH! pósturinn getur lent í ruslpósti.

Yfirlit
Einhverf panda

Þessi vefsíða notar vafrakökur svo að hægt sé að veita þér betri upplifun á vefsíðunni. Upplýsingar um vafrakökur eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðuna og hjálpa vefsíðunni að skilja hvaða hlutar vefsíðunnar þér finnst áhugaverðastir og gagnlegastir.

Nauðsynlegar vafrakökur

Nauðsynlegt vafraköku ætti að vera virkt á öllum tímum svo að við getum vistað stillingar þínar fyrir vafrakökur.