Raunin er önnur en þú heldur
Þrjár hugmyndir um einhverfu sem gætu hljóma vel við fyrstu sný, en eru í raun eitraðar, því hvað er það sem liggur raunverulega á bakvið þessar hugmyndir?
- Hjálpa einhverfum einstaklingum með félagsfærni
- Allir þurfa að gera hluti sem þeim líkar ekki
- Vertu tillitsamur og það er eigingjarnt að setja eigin þarfir í forgang
Hvort sem þú ert einhverf manneskja eða ekki þá mæli ég með því að horfa á myndbandið alveg til enda og jafnvel oftar en einu sinni til að meðtaka það sem liggur á bakvið í þessum skilaboðum.
Þetta myndband vakti upp svo miklar tilfinningar hjá mér, og ég verð að segja eins og er að ég fór að gráta, ég tengdi svo mikið við þetta sem hann er að tala um.