Hvers vegna þarf að greina einhverfu?

Sebrahestur
Why do you need a label?

Bcause there is comfort in knowing you ara a normal zebra, not a strange horse.

Sebrahestur

Ég rakst á þessa setningu í fyrra eftir að ég fékk einhverfugreininguna og mér finnst hún algjörlega hitta naglann á höfuðið því þetta er akkúrat það sem ég upplifði. Þegar maður upplifir sig alltaf vera öðruvísi, skrítinn og ekki passa inn í og manni finnst eins og maður sé einn í heiminum sem er svona skrítinn, þá er svo gott að fá þessa útskýringu af hverju maður er öðruvísi OOOGGG að maður er ekki eina manneskjan í heiminum sem er skrítin á þennan hátt.

Allt þetta skrítna sem maður upplifir og skilur ekki af hverju það er á skjön við það sem allir aðrir tala um þá kemur upp sú tilfinning að maður tilheyri ekki hinum. Margir einhverfir segja að þeir upplifi sig sem geimverur á jörðinni.

Ef maður myndi fæðast grænn á litinn þá er maður augljóslega öðruvísi en allir hinir. Maður veit af hverju maður er öðruvísi og allir hinir vita líka af hverju maður er öðruvísi. Ástæðan er augljós, maður er grænn á litinn. En þegar einhverfur einstaklingur fæðist þá er ekkert sem fylgir með sem segir „þessi einstaklingur er öðruvísi, hann er einhverfur“.

Bara það að vita af hverju maður er öðruvísi er í mínum huga bara jákvætt og hjálplegt, þó svo að það eitt og sér leysi auðvitað ekki vandamálin sem maður er kljást við.

Ég sjálf upplifið rosalegan létti þegar ég fékk mína greiningu, en ég fer kannski nánar út í það seinna.

Að vita að ég skynja hluti öðruvísi af því að ég er einhverf veitir mér ákveðna öryggistilfinningu.

Hér kemur mín útgáfa af þessari setningu:

Það er hughreysting í því að vita að þú ert venjulegur pandabjörn en ekki furðulegur skógarbjörn!

Einhverf panda

Viltu fá tilkynningar um nýjar færslur?

Skráð netfangið þitt hér og þú færð sendan tölupóst þegar nýjar færslur bætast inn á síðuna.

Tilkynningar eru sendar u.þ.b. 1-2 í mánuði en ekki þegar hver stök færsla kemur inn.

Takk fyrir skráninguna

Þú færð sendan tölvupóst þar sem þú þarft að staðfesta netfangið þitt.

ATH! pósturinn getur lent í ruslpósti.

Yfirlit
Einhverf panda

Þessi vefsíða notar vafrakökur svo að hægt sé að veita þér betri upplifun á vefsíðunni. Upplýsingar um vafrakökur eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðuna og hjálpa vefsíðunni að skilja hvaða hlutar vefsíðunnar þér finnst áhugaverðastir og gagnlegastir.

Nauðsynlegar vafrakökur

Nauðsynlegt vafraköku ætti að vera virkt á öllum tímum svo að við getum vistað stillingar þínar fyrir vafrakökur.