Sorg yfir því að hafa ekki vitað

Sorg yfir að hafa ekki vitað
Blendnar tilfinningar

Þegar ég uppgötvaði einhverfuna þá fattaði ég af hverju ég hefði alltaf upplifað mig öðruvísi og ekki passað inn í. Það að vita af hverju hefur hjálpað mér mikið á ákveðinn hátt og útskýrt fyrir mér svo margt. En á sama tíma hafa hlutirnir eiginlega orðið erfiðari á annan hátt sem veldur bæði tilfinningalegri ringulreið og óöryggi.

Það er léttir að vita „af hverju“ en það er líka sorg og erfitt að vita að ég get aldrei orðið það sem ég er búin að vera að reyna að vera allt mitt líf, að vera bara venjuleg. Ég er samt alls ekki að meina að annað sé betra en hitt, að vera einhverf eða óeinhverf. Heldur að það sem ég hef verið að reyna að vera allt mitt líf (bara venjuleg eins og hinir) hef ég nú fengið staðfest að ég geti aldrei orðið og það sé eitthvað sem ég þurfi bara að sætta mig við allt í einu.

Kannski er líka stærsta sorgin fólgin í því að hafa ekki vita þetta í öll þessi ár. Og hafa því eiginlega lifað á forsendum einhverra annarra en minna þar sem ég var samt ekki eins og ég átti að vera, í stað þess að vera bara einhverfa ég. Sem kemur mér þá aftur að spurningunni: Hver er ég þá í raun og veru?

Viltu fá tilkynningar um nýjar færslur?

Skráð netfangið þitt hér og þú færð sendan tölupóst þegar nýjar færslur bætast inn á síðuna.

Tilkynningar eru sendar u.þ.b. 1-2 í mánuði en ekki þegar hver stök færsla kemur inn.

Takk fyrir skráninguna

Þú færð sendan tölvupóst þar sem þú þarft að staðfesta netfangið þitt.

ATH! pósturinn getur lent í ruslpósti.

Yfirlit
Einhverf panda

Þessi vefsíða notar vafrakökur svo að hægt sé að veita þér betri upplifun á vefsíðunni. Upplýsingar um vafrakökur eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðuna og hjálpa vefsíðunni að skilja hvaða hlutar vefsíðunnar þér finnst áhugaverðastir og gagnlegastir.

Nauðsynlegar vafrakökur

Nauðsynlegt vafraköku ætti að vera virkt á öllum tímum svo að við getum vistað stillingar þínar fyrir vafrakökur.