Hver er ég?
Ég heiti Dagný og ég er einhverf.
Í maí 2023 fór ég í einhverfugreiningu þar sem ég fékk staðfestingu á því að ég væri einhverf, þá 45 ára gömul. Ég er gift og á 3 börn (eða réttara sagt unglinga), svo er líka hundur á heimilinu. Þetta er búið að vera ferðalag að uppgötva einhverfuna, en ferðalaginu er langt því frá að vera lokið. Áfangastaðurinn minn er að finna út hver ég í raun og veru er, þar sem mér finnst ég eiginlega búin að vera að lifa á forsendum einhverra annarra en minna. Það má því eiginlega segja að ég viti ekki alveg sjálf hvað svarið er við þessari spurningu „hver er ég?“.