Frá mér sem er einhverf til fagaðila sem eru ekki einhverfir
Þegar ég horfði á myndbandið „Algeng mistök“ þá skildi ég betur hvers vegna ég treysti svona vel þeim fagaðilum sem ég er hjá núna. Í stuttu máli sagt þá leggja þau sig fram við að hjálpa mér á mínum forsendum og eru hreinskilin gagnvart mér.
Meðferðaraðilar og meðferðir
18:13
12:07
Ef það er bara eitt myndband sem þú ætlar að horfa á þá er þetta mikilvægasta myndbandið.
Þegar ég horfði á þetta myndband þá fattaði ég af hverju HAM hafði aldrei virkað fyrir mig.
Ég vil taka fram að ég er ekki móti HAM, því þessi aðferð getur hjálpað mörgum.
En HAM virkar ekki fyrir alla og sérstaklega ekki einhverfa.
Ég hef farið í gegnum nokkrar HAM meðferðir sem enduðu allar með verri líðan en fyrir meðferðina. Ég skildi aldrei af hverju þetta var ekki að virka fyrir mig þó ég hefði lagt mikið á mig. Upplifunin var að ég hefði ekki gert nóg eða væri á einhvern hátt röng og skammaðist mín fyrir að geta þetta ekki.
Meira um mína reynslu af HAM má finna hér.